Ástfangin þrátt fyrir yfir 20 ára aldursmun

Antonio Banderas og Nicole Kimpel voru ástfangin í Feneyjum.
Antonio Banderas og Nicole Kimpel voru ástfangin í Feneyjum. AFP

Spænski leikarinn Antonio Banderas og kærasta hans, fjárfestingabankakonan Nicole Kimpel, vöktu mikla athygli þegar þau mættu á rauða dregilinn á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á sunnudaginn. Banderas er 61 árs en Kimpel er hins vegar 39 ára. 

Parið glæsilega stillti sér upp fyrir framan ljósmyndara og brosti út að eyrum. Hann var nýklipptur í svörtum jakka og í íþróttaskóm. Hún var hins vegar í bláum jakkakjól, með rauða tösku og í hælaskóm. 

Banderas og Kimpel eru búin að vera saman síðan árið 2014 eða stuttu eftir að Banderas skildi við leikkonuna Melanie Griffith. 

Antonio Banderas og Nicole Kimpel brostu á rauða dreglinum.
Antonio Banderas og Nicole Kimpel brostu á rauða dreglinum. AFP
Antonio Banderas og Nicole Kimpel.
Antonio Banderas og Nicole Kimpel. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt aðrir reyni að leggja stein í götu þína muntu ná því markmiði sem þú ætlar þér ef þú ert nógu ákveðinn. Fólk kýs þig þegar þú býst síst við því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt aðrir reyni að leggja stein í götu þína muntu ná því markmiði sem þú ætlar þér ef þú ert nógu ákveðinn. Fólk kýs þig þegar þú býst síst við því.