Neitar orðrómi um bresti í hjónabandinu

Albert segir ekkert til í sögusögnum um endalok hjónabands hans …
Albert segir ekkert til í sögusögnum um endalok hjónabands hans og Charlene. VALERY HACHE

Albert fursti af Mónakó neitar sögusögnum um að hjónaband hans og Charlene prinsessu standi á brauðfótum.

„Hún fór ekki frá Mónakó í fússi,“ segir Albert í viðtali við People. „Hún var mér ekki reið. Hún var að fara til Suður Afríku til þess að meta góðgerðasamtökin sem hún stofnaði þar í landi auk þess að verja tíma með bróður sínum og vinum. Þetta átti aðeins að vera vikulöng ferð en hún veiktist.“

Charlene hefur þurft að glíma við þrálátar sýkingar í ennis-og kinnholum og þurft að ganga undir margvíslegar aðgerðir. Henni hefur verið ráðlagt frá því að ferðast þar til í október hið fyrsta.

Albert leggur áherslu á að þetta sé alfarið heilsufarslegt vandamál sem takast þurfti á við og hann sér eftir að hafa ekki tjáð sig um orðróminn fyrr.

„Ég var að einbeita mér að uppeldi barna minna og ég hélt að þetta myndi líða hjá. Ef maður reynir að svara öllu sem birtist þá er maður stanslaust að. Það er tímasóun.“

Albert segir þetta hafi tekið sinn toll á Charlene. „Auðvitað hefur þetta áhrif á hana og mig einnig. Við erum auðvelt skotmark því við erum opinbert fólk.“

Charlene birti á dögunum fallega mynd af fjölskyldunni saman í …
Charlene birti á dögunum fallega mynd af fjölskyldunni saman í Suður Afríku. Skjáskot/Instagram
Til að kveða þrálátan orðróm í kútinn birtir Charlene mynd …
Til að kveða þrálátan orðróm í kútinn birtir Charlene mynd af þeim hjónum í faðmlögum. Skjáskot/Instagram



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes