Skráði sig ekki sem kynferðisbrotamann

Kenneth Petty og Nicki Minaj.
Kenneth Petty og Nicki Minaj.

Kenneth Petty, eiginmaður rapparans Nicki Minaj, láðist að skrá sig sem kynferðisbrotamann þegar hann flutti til Kaliforníu til að vera með eiginkonu sinni. Hann hefur viðurkennt fyrir dómara að hafa ekki skráð sig hjá stjórnvöldum og á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm. 

Ákæruvald í Kaliforníu hafði ákært hann fyrir að hafa ekki skráð sig sem kynferðisbrotamann og neitaði hann ásökununum. Hann var handtekinn í mars á síðasta árið 2020 fyrir það en hann flutti til Kaliforníu í nóvember 2019, mánuði eftir að hann gekk að eiga Minaj. 

Petty hlaut dóm árið 1994 fyrir að hafa reynt að nauðga 16 ára gamalli stúlku þegar hann var sjálfur 16 ára gamall.

Fólk sem hlýtur dóm fyrir kynferðisbrot í Bandaríkjunum þarf að skrá sig sem kynferðisbrotamenn hjá stjórnvöldum og ef fólk flytur á milli ríkja þar það að sjá sjálft um að skrá sig. Sérstakar reglur gilda um kynferðisbrotamenn og í sumum ríkjum mega þeir ekki vera skráðir til húsa nálægt skólum, leikskólum, leikvöllum eða öðrum stöðum þar sem börn eyða tíma.

Dæmt verður í máli Petty 24. janúar 2022 en þyngsta refsing fyrir slíkt brot er tíu ára fangelsisdómur.

Page Six

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.