Kim Kardashian er aðdáandi „Kravis“

Systurnar Kourtney og Kim Kardashian.
Systurnar Kourtney og Kim Kardashian. AFP

Kim Kardashian virðist leggja blessun sína yfir ástarsamband systur sinnar, Kourtney Kardashian, og trommuleikarans Travis Barker. Samband þeirra hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu misseri og hafa þau fengið nafnið „Kravis“

Kim Kardashian kom fram í spjallþættinum hjá Ellen DeGeneres nú á dögunum þar sem farið var um víðan völl í umræðunni. DeGeneres virtist kímin þegar umræðan snéri að sambandi Kourtney og Travis og sagði að þau kæmu alltaf fram við hvort annað eins og þau væru að hittast í hinsta sinn. Kim játaði því og sagði þau stundum láta of vel af hvoru öðru en þó kom hún systur sinni og mági til varnar.

„En þau eru svo sæt,“ sagði hún og bætti síðar við „ég elska þau og sambandið sem þau eiga saman. Þau hafa vaxið og dafnað svo vel. Hann er orðinn stór partur af lífi okkar fjölskyldunnar.“

Þá sagðist hún einnig vera mun meiri aðdáandi Barkers en fyrrverandi unnusta systur sinnar, Scott Disick. En Kourtney á þrjú börn með honum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.