Steinhissa á snjó í Esjunni

Suzuki Ryotaro var hissa á nýju útliti Esjunnar í morgun.
Suzuki Ryotaro var hissa á nýju útliti Esjunnar í morgun. Ljósmynd/Twitter

Fjallstindar Esjunnar gránuðu í snjókomu í nótt. Sendiherra Japans á Íslandi, Suzuki Ryotaro virðist forviða yfir þessari útlitsbreytingu á Esjunni. „Hvað í veröldinni kom fyrir Esjuna í nótt?“ skrifaði Ryotaro á Twitter í morgun. 

Íslendingar á Twitter bentu honum á að nú væri veturinn að fara. Þetta er ekki í fyrsta skipti í haust sem gránar í Esjunni en hún skartaði grárri húfu á laugardagsmorgun einnig.

Suzuki tók við sendiherrastöðunni á Íslandi fyrr á þessu ári og hefur slegið í gegn á Twitter. Í ágúst fór hann að gosstöðvunum í Geldingadölum og sagðist þá næstum því hafa fokið. Þá hefur hann farið víða á höfuðborgarsvæðinu og virðist vera mikill aðdáandi Perlunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes