Giftist líklega mjög frægum manni

Véfréttakonan Sigríður Klingenberg eða Sigga Kling hefur ekki haft hátt um einkalíf sitt en í spjalli við Berglindi Guðmundsdóttur í Dagmálum viðurkennir hún að vera skotin í mjög frægum manni og sér fram á giftingu á næstu árum. Allt sé þetta þó reyndar án hans vitundar.

Sigga er lífskúnstner og með eindæmum jákvæð. Hún er uppalin á Snæfellsnesi og staðhæfir að orka Snæfellsjökuls hafi átt mikinn þátt í andlegum hæfileikum sínum. Hún er einstök og einstaklega lifandi og litríkur karakter, og trúir hún því að með jákvæðu hugarfari séu fólki allir vegir færir.

Í viðtalinu ræðir hún við Berglindi um fjölskylduna, af hverju hún valdi að breyta nafni sínu, rangfeðrun, kynni sín af Svíakonungi og margt fleira.

Þátturinn í heild er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins hér en einnig er hægt að sjá hann og aðra Dagmálaþætti með vikupassa.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu upp á velgegni þína og og viðhaltu bjartsýninni, en mundu eftir takmörkunum þínum. Þú átt að hafa metnað til þess að það dugi þér til að klára verkefnin.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu upp á velgegni þína og og viðhaltu bjartsýninni, en mundu eftir takmörkunum þínum. Þú átt að hafa metnað til þess að það dugi þér til að klára verkefnin.