Danaprins hættir í skóla

Jóakim Danaprins ásamt sonum sínum Felix og Nikolai.
Jóakim Danaprins ásamt sonum sínum Felix og Nikolai. AFP

Felix Danaprins, sonur Jóakims Danaprins, er hættur í herskóla að því er fram kemur í tilkynningu á vef dönsku konungshallarinnar í dag. Felix er 19 ára og hóf nám við skólann í ágúst. Ástæðan er sögð einkamál Felix og ekki greint nánar frá henni. 

Felix er sonur Jóakims og fyrrverandi eiginkonu hans, Alexöndru greifynju. Nikolai, eldri bróðir Felix hætti einnig í herskóla eftir tveggja mánaða nám fyrir nokkrum árum. Talskona Alexöndru segir á vef Ekstra Bladet að prinsinn ætli að taka sér tíma til þess að ákveða hvað hann vilji gera. 

Jóakim faðir drenjanna fór í herskóla og hefur starfað á því sviði. Konunglegur sérfræðingur segir í viðtali við Ekstra Bladet að ákvörðun Felix sé merki um að yngri kynslóðin í konungsfjölskyldunni taki eigin ákvarðanir í stað þess að fylgja hefðum fjölskyldunnar. Stóri bróðir Felix fór seinna í viðskipaháskólann í Kaupmannahöfn auk þess sem hann hefur starfað sem fyrirsæta fyrir stór tískuhús. 

Felix með fjölskyldu sinni. Frá vinstri eru Nikolai prins, Marie …
Felix með fjölskyldu sinni. Frá vinstri eru Nikolai prins, Marie prinsessa, Aþena prinsessa, Jóakim prins og Felix prins með Hinrik prins í fanginu. Kongehuset.dk/Steen Brogaard
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes