Danaprins hættir í skóla

Jóakim Danaprins ásamt sonum sínum Felix og Nikolai.
Jóakim Danaprins ásamt sonum sínum Felix og Nikolai. AFP

Felix Danaprins, sonur Jóakims Danaprins, er hættur í herskóla að því er fram kemur í tilkynningu á vef dönsku konungshallarinnar í dag. Felix er 19 ára og hóf nám við skólann í ágúst. Ástæðan er sögð einkamál Felix og ekki greint nánar frá henni. 

Felix er sonur Jóakims og fyrrverandi eiginkonu hans, Alexöndru greifynju. Nikolai, eldri bróðir Felix hætti einnig í herskóla eftir tveggja mánaða nám fyrir nokkrum árum. Talskona Alexöndru segir á vef Ekstra Bladet að prinsinn ætli að taka sér tíma til þess að ákveða hvað hann vilji gera. 

Jóakim faðir drenjanna fór í herskóla og hefur starfað á því sviði. Konunglegur sérfræðingur segir í viðtali við Ekstra Bladet að ákvörðun Felix sé merki um að yngri kynslóðin í konungsfjölskyldunni taki eigin ákvarðanir í stað þess að fylgja hefðum fjölskyldunnar. Stóri bróðir Felix fór seinna í viðskipaháskólann í Kaupmannahöfn auk þess sem hann hefur starfað sem fyrirsæta fyrir stór tískuhús. 

Felix með fjölskyldu sinni. Frá vinstri eru Nikolai prins, Marie …
Felix með fjölskyldu sinni. Frá vinstri eru Nikolai prins, Marie prinsessa, Aþena prinsessa, Jóakim prins og Felix prins með Hinrik prins í fanginu. Kongehuset.dk/Steen Brogaard
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ferðalög eru þínar ær og kýr og þú skalt bara láta það eftir þér að skipuleggja draumaferðina hvað sem hver segir. Skrifaðu lista yfir verkefni sem þarf að klára.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ferðalög eru þínar ær og kýr og þú skalt bara láta það eftir þér að skipuleggja draumaferðina hvað sem hver segir. Skrifaðu lista yfir verkefni sem þarf að klára.