Að leika Díönu olli kvíða

Kristen Stweart í hlutverki Díönu prinsessu í kvikmyndinni Spencer.
Kristen Stweart í hlutverki Díönu prinsessu í kvikmyndinni Spencer. Skjáskot/Youtube

Leikkonan Kristen Stewart segir það hafa valdið sér miklum kvíða að túlka Díönu prinsessu í kvikmyndinni Spencer. Hún hafi ekki getað opnað munninn í tvær vikur áður en tökur hófust. 

Spencer fjallar um þrjá daga í lífi Díönu yfir jólin 1991, rétt áður en hún og Karl Bretaprins skildu að borði og sæng. Í viðtali við BBC segist í raun ekki hafa áttað sig á því hversu kvíðin hún var fyrr en hún gat ekki opnað munninn.

Pablo Lorrain leikstýrir kvikmyndinni en kvikmynd hans Jackie, um Jacqueline Kennedy, var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2017. Lorrain sagði Stewart að slaka á og treysta ferlinu. 

Stewart hefur áður farið með hlutverk í Twilight-kvikmyndunum. „Ég á ekki mjög þróað eða skilgreint samband við konungsfjölskylduna. Ég ólst ekki upp við að fylgjast með þeim,“ sagði Stewart en tók þó fram að hún byggi á plánetunni jörð og hefði vissulega vitað hver Díana var. 

Las allt

Til að undirbúa sig fyrir hlutverk Díönu las hún allt sem hún gat fundið um prinsessuna. „Ég vildi hverja einustu mynd, ég horfði á öll viðtölin sem ég komst yfir.“ Hún horfði líka á The Crown, eða Krúnuna, til að stúdera hvernig aðrar leikkonur túlkuðu hana. 

Hún fann til mikillar ábyrgðar að túlka Díönu, sem var svo þekkt og svo elskuð. „Mig langaði til að verja hana. Ég þurfti að einbeita mér að öðru en hugmyndum annars fólks um hana, ég þurfti að hugsa um mína eigin hugmynd um hana. Og það var í sjálfu sér svo fjarlægt mér og sérhæft,“ sagði Stewart.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes