Adele spurð út í fjölda rekkjunauta

Tónlistarkonan Adele.
Tónlistarkonan Adele.

Söngkonunni Adele brá heldur betur í brún þegar aðdáandi hennar bar upp fremur óvenjulega og persónulega spurningu sem tileinkuð var henni á Instagram um síðastliðna helgi. Adele opnaði fyrir samtal í beinu streymi á Instagram reikningi sínum þar sem hún gaf aðdáendum tækifæri til þess að spyrja sig alls kyns spurninga um væntanlega plötu söngkonunnar.

Flestir höfðu áhuga á að vita nokkuð saklausa hluti um söngkonuna, til dæmis um tilurð plötunnar og hvernig skilnaðurinn hennar við barnsföðurinn, Simon Konecki, hafi fléttast inn í lögin sem munu hljóma á plötunni. En Adele frumflutti eitt lag af plötunni í síðustu viku sem nefnist Easy on Me og fjallar einmitt um skilnaðinn. 

Samkvæmt frétt frá PageSix var þó ein spurning sem Adele fékk og þótti standa upp úr: „Hversu marga líkama hefurðu tekið?“

Þetta hljómar frekar snúin spurning og ekki nema von um að allir skilji hvað raunverulega sé átt við. Adele setti pass á spurninguna því hún sagðist ekki skilja hana. Eftir nánari eftirgrennslan fattaði söngkonan hvað lá á bakvið spurninguna en í raun var verið að spyrja hversu margar hjásvæfur Adele hafi átt í gegnum tíðina. Ákvað Adele að skippa yfir þessa spurningu og fara yfir í þá næstu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.