Leikstjórinn útskrifaður af spítala

Leikarinn Alec Baldwin hleypti af skotunum sem hæfðu Joel Souza …
Leikarinn Alec Baldwin hleypti af skotunum sem hæfðu Joel Souza og Haylinu Hutchins. AFP

Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala samkvæmt heimildum Deadline. Souza varð fyrir skoti sem leikarinn Alec Baldwin hleypti af úr leikmunabyssu við tökur á kvikmyndinni Rust í gær. 

Baldwin hæfði tvö, Souza, og tökumanninn Halynu Hutchins. Hutchins var flutt með þyrlu á spítala í Albuquerque í Nýja Mexíkó ríki þar sem hún lést af sárum sínum. Baldwin gaf skýrslu hjá lögreglu eftir atvikið en var sleppt stuttu síðar. 

Talsmaður Baldwin hefur sagt að um slys hafi verið að ræða. Lögregla rannsakar nú málið og hefur ekki gefið út ákæru. 

Minnast Hutchins

Tökumannsins Hutchins hefur verið minnst á samfélagsmiðlum undanfarnar klukkustundir. Hún var leikstjóri ljósmynda í Rust og var sögð ein af rísandi stjörnunum í bransanum. 

Leikstjórinn Adam Egypt Mortimer sagði í viðtali við BBC að það væri óraunverulegt að hún hafi látist við tökur. „Haylina var magnaður listamaður sem var bara að hefja feril sinn, og fólk var bara að byrja að taka eftir henni. Ég næ ekki utan um þá staðreynd að hún hafi látist við tökur, í slysi sem þessu,“ sagði Mortimer. 

Haylina Hutchins lést af sárum sínum. Hún var 42 og …
Haylina Hutchins lést af sárum sínum. Hún var 42 og rísandi stjarna í kvikmyndaiðnaðinum í Hollywood. AFP

Tökumaðurinn Chatherin Goldschmidt sagði við BBC að Hutchins hafa verið yndislega, hæfileikaríka manneskju. „Hún er líka mamma, sem ég held að sé mjög erfitt. Þegar ég hitti hana fyrst, man ég eftir því að ég varð alveg dolfallin, jafnvel hissa, að svo fallegur og hæfileikaríkur tökumaður væri líka að ala upp börn. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir konur í þessum geira. Mér þótti mikið til hennar koma,“ sagði Goldschmidt. 

Hutchins var fædd árið 1979 í Úkraínu og ólst upp á sovéskri herstöð á norðurslóðum. Á vef hennar segir að hún hafi alist upp í kringum hreindýr og kjarnorkukafbáta. Hún hóf að starfa við kvikmyndaiðnaðinn eftir að hún útskrifaðist frá ríkisháskólanum í Kíev með gráðu í alþjóða blaða- og fréttamennsku. Hún flutti til Bandaríkjanna eftir að hafa unnið við heimildamyndagerð í Bretlandi. 

Hún útskrifaðist frá American Film Institute conservatory árið 2015. Næstu árin tók hún þátt í gerð fjölda kvikmynda í Hollywood. 

Minnir á Brandon Lee

Harmleikurinn í Nýju Mexíkó minnir á annað voðaskot, sem varð við tökur á kvikmyndinni The Crow. Þá varð Brandon Lee, sonur leikarans Bruce Lee, fyrir voðaskoti. Hann lést einnig af sárum sínum. 

Hann varð fyrir voðaskoti úr leikmunabyssu sem átti að vera tóm. Shannon Lee, systir Brandons, sendi hlýjar kveðjur til fjölskyldu Hutchins á Twitter í nótt. „Enginn ætti að vera skotinn til bana við tökur á kvikmynd,“ skrifaði Lee á Twitter. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil neikvæðni í loftinu í dag og líklegt að hún hafi áhrif á þig eins og aðra. Láttu það ekki buga þig þótt verkefni þitt sé erfiðara en þú bjóst við.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil neikvæðni í loftinu í dag og líklegt að hún hafi áhrif á þig eins og aðra. Láttu það ekki buga þig þótt verkefni þitt sé erfiðara en þú bjóst við.