Baldwin tjáð að byssan væri örugg

Alec Baldwin.
Alec Baldwin. AFP

Leikaranum Alec Baldwin var tjáð af aðstoðarleikstjóra að leikmunabyssa sem hann skaut voðaskoti af, með þeim afleiðingum að tökumaður lést, væri örugg, að því er fram kemur í dómsskjölum. 

Aðstoðarleikstjórinn Dave Halls vissi ekki af því að byssan væri hlaðin og gaf til kynna að hún væri ekki hlaðin með því að kalla „köld byssa!“ (e. cold gun). 

Tökumaðurinn sem lést hét Halyna Hutchins. Þá særðist leikstjórinn Joel Souza, sem stóð á bak við Hutchins, einnig. Hann var fluttur á bráðamóttöku þar sem gert var að sárum hans. Souza hefur nú verið útskrifaður. 

Frekari upplýsingar um lögreglurannsóknina voru birtar í gær. Þar kom fram að föt Baldwins, sem blóð hafði slest á, hafi verið tekin sem sönnunargögn. Þá voru skothylki og önnur vopn á setti einnig fjarlægð af lögreglu. 

Baldwin hefur verið yfirheyrður af lögreglu en enginn hefur verið ákærður vegna atviksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes