Fegurðardrottning með kórónuveiruna

Fegurðardrottning greindist smituð við komuna í Ísrael. Miss Universe fer …
Fegurðardrottning greindist smituð við komuna í Ísrael. Miss Universe fer fram í landinu hinn 12. desember en mun keppnin fara fram þrátt fyrir smit hjá keppanda og hertar aðgerðir á landamærum vegna Ómíkron afbrigðisins. AFP

Ein fegurðardrottning greindist smituð af kórónuveirunni við komuna til Ísraels í vikunni. Fegurðarsamkeppnin Miss Universe 2021 fer fram í Eilat í Ísrael hinn 12. desember næstkomandi og eru fegurðardrottningar frá um 80 ríkjum komnar til landsins til að taka þátt. 

Stjórnendur keppninnar hafa ákveðið að keppnin muni fara fram þrátt fyrir smit á meðal kepppenda en hin smitaða fegurðardrottning er nú komin í einangrun á sóttkvíarhóteli á vegum stjórnvalda í Ísrael. Hún er fullbólusett en stjórn keppninnar hefur ekki gefið upp frá hvaða landi drottningin er. 

Fegurðardrottningin Elísa Gróa Steinþórsdóttir keppir fyrir hönd Íslands í keppninni en hún er ekki sú smitaða samkvæmt Instagram-síðu hennar og hefur verið í fullu fjöri með öðrum drottningum í Eilat í dag. 

Ómíkron hefur áhrif

Ráðamenn í Ísrael hertu sóttvarnaraðgerðir um helgina vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar, Ómíkron afbrigðisins. Þrátt fyrir hertar aðgerðir hefur verið ákveðið að halda keppnina, enda fjöldi keppenda kominn til landsins til að taka þátt. 

Ferðamálaráðherra landsins, Yoel Razvozov, sagði á sunnudag að keppendur myndu þó þurfa að lúta ströngum reglum og fara í PCR próf á 48 tíma fresti á meðal dvölinni í Ísrael stendur. Þá verður einnig aðgangur fólks frá hááhættusvæðum takmarkaður að keppninni.

Keppnin verður sýnd í beinni sjónvarpsútsendingu í 174 löndum. 

Elísa Gróa Steinþórsdóttir er í Ísrael um þessar mundir, en …
Elísa Gróa Steinþórsdóttir er í Ísrael um þessar mundir, en hún er ekki smituð af kórónuveirunni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson