Kennir heimsfaraldrinum um skilnaðinn

Orianne Cevey er skilin við eiginmann sinn og kennir heimsfaraldrinum …
Orianne Cevey er skilin við eiginmann sinn og kennir heimsfaraldrinum um. Skjáskot/Instagram

Orianne Cevey, fyrrverandi eiginkona tónlistarmannsins Phils Collins, hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn Thomas Bates. Gengu þau í hjónaband fyrir um ári. Cevey kennir heimsfaraldrinum um skilnaðinn.

„Ég er búin að sækja um skilnað við eiginmann minn, Thomas Bates. Ég tel að álagið sem fylgir heimsfaraldrinum hafi valdið því að ég hegðaði mér og gerði ýmislegt sem er úr karakter fyrir mig,“ skrifaði Cevey í færslu á Instagram þar sem hún tilkynnti skilnaðinn.

Cevey sagðist hafa áður lent í erfiðum aðstæðum sem þessum og að hún myndi finna styrkinn til að gera það sem væri rétt. Hún þakkaði fjölskyldu sinni og vinum fyrir að styðja sig í gegnum erfiðleikana. 

Cevey og Bates giftust í leynibrúðkaupi í Las Vegas í ágúst á síðasta ári. Hún var áður gift Collins en þau skildu 2008. Þau eiga tvo syni saman, Nicholas og Matthew. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert enn að leita að sálufélaganum sem skilur þig í einu og öllu. Sýndu öðrum vinsemd og ekki síst þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert enn að leita að sálufélaganum sem skilur þig í einu og öllu. Sýndu öðrum vinsemd og ekki síst þér.