Hættur með fyrrverandi

Phil Collins og Orianne Cevey gengu í hjónaband árið 1999.
Phil Collins og Orianne Cevey gengu í hjónaband árið 1999. REUTERS

Tónlistarmaðurinn Phil Collins er aftur hættur með fyrrverandi eiginkonu sinni, Orianne Cevey. Skilnaður Collins og Cevey gekk í gegn árið 2008 en hjónin fyrrverandi byrjuðu saman aftur fyrir fjórum árum. Nú eru þau hætt saman enn og aftur og Cevey gift öðrum manni. 

Cevey er þriðja eiginkona tónlistarmannsins og þrátt fyrir að þau byrjuðu saman aftur gengu þau aldrei aftur í hjónaband. Þau bjuggu saman í Miami í Bandaríkjunum. Cevey gekk aftur í hjónaband í ágúst með Thomas Bates og býr í húsi Collins í Miami í óþökk tónlistarmannsins. 

Í dómsskjölum sem vefmiðillinn ET hefur undir höndum ákvað Collins að kæra fyrrverandi eiginkonu sína fyrir að halda til í húsinu í Miami. Í skjölunum kemur fram að nýju hjónin, Cevey og Bates, hafi neitað að yfirgefa húsið. Eru þau jafnframt sökuð um að hafa ráðið vopnaða verði til að vakta húsið. 

Heimildarmaður segir að Collins vilji Cevey burt úr húsinu þar sem hann þarf ekki lengur að halda henni uppi. Er Cevey sögð vilja semja upp á nýtt um skilnað en þegar þau skildu á sínum tíma var skilnaðurinn einn sá dýrasti í sögunni. Cevey, sem er 46 ára, og Collins, sem er 69 ára, eiga 19 ára og 15 ára gamla syni. Er Collins sagður borga allt fyrir þá sem þarf að borga. Cevey er hins vegar sögð hafa tapað peningum sínum með slæmum fjárfestingum meðal annars.

Phil Collins og Orianne Cevey árið 2001. Hjónin tilkynntu um …
Phil Collins og Orianne Cevey árið 2001. Hjónin tilkynntu um skilnað árið 2006 en skilnaðurinn gekk í gegn árið 2008. Hjónin fyrrverandi tóku aftur upp saman árið 2016. REUTERS
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í mikilvægu máli. Gættu þess þó að vera ekki of aðgangsharður við aðra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í mikilvægu máli. Gættu þess þó að vera ekki of aðgangsharður við aðra.