Adele gráti næst vegna frestunar

Adele uppi á sviði árið 2017.
Adele uppi á sviði árið 2017. AFP

Söngkonan Adele var gráti næst þegar hún tilkynnti á Instagram að hún hafi frestað tónleikaröð sinni í Las Vegas, degi áður en fyrstu tónleikarnir áttu að hefjast.

Grammy-verðlaunahafinn sagði uppselda tónleikaröðina ekki vera tilbúna og kenndi „töfum á sendingum og Covid“ um.

„Mér þykir fyrir því en tónleikarnir eru ekki tilbúnir,“ sagði hún með tár í augum.

„Við reyndum allt sem við gátum til að klára þetta í tæka tíð svo að þetta yrði nógu gott fyrir ykkur en tafir á sendingum og Covid hafa algjörlega gert út af við okkur,“ bætti hún við og sagði helming starfsliðsins hafa smitast af Covid-19.

View this post on Instagram

A post shared by Adele (@adele)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hafa neinar áhyggjur þó að þú sért ekki alveg með á nótunum í dag. Ekki láta aðra fara í þínar fínustu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hafa neinar áhyggjur þó að þú sért ekki alveg með á nótunum í dag. Ekki láta aðra fara í þínar fínustu.