Hefner ver föður sinn heitinn

Cooper Hefner kemur föður sínum Hugh Hefner til varnar.
Cooper Hefner kemur föður sínum Hugh Hefner til varnar.

Cooper Hefner, yngsti sonur Hughs Hefners stofnanda Playboy-tímaritsins, segir föður sinn ekki hafa hagað sér á óviðeigandi hátt á Playboy-árum sínum. Cooper segir lífsstíl föður síns ekki hafa verið hefðbundinn en ásakanir á hendur honum séu ekki sannar. 

Öll spjót hafa staðið á Hugh Hefner og Playboy undanfarna daga eftir að stikla fyrir heimildaþáttaseríuna Secrects of Playboy kom út. Þar sagði fyrrverandi Playboy-stúlkan Holly Madison að umhverfið á Playboy-setrinu hefði verið eins og í sértrúarsöfnuði. 

„Við þurftum að vera komnar heim fyrir níu á kvöldin, maður var hvattur til að fá vini sína ekki í heimsókn. Við máttum ekki fara nema það væri eitthvað eins og frí með fjölskyldunni,“ sagði Madison. Fleiri konur hafa stigið fram og lýst því hvernig Hefner lét þær gera kynferðislega hluti sem þær vildu ekki gera.

Ein þeirra, PJ Masten, hefur lýst því hvernig Hefner neyddi Lindu Lovelace til þess að veita hundi munnmök. „Allir strákarnir hlógu þegar Linda steig út úr limósínunni. Hún var drukkin og á eiturlyfjum. Þeir fóru svo illa með hana að hún var látin veita þýskum fjárhundi munnmök. Viltu tala um spillingu? Þetta er ógeðslegt,“ sagði Masten. 

Hinn ungi Cooper Hefner tekur fyrir þessar ásakanir. „Sama hversu óhefðbundinn hann var var hann einlægur og heiðarlegur. Hann var gjafmildur í eðli sínu og þótti vænt um fólk. Þessar klámfengnu sögur eru skólabókardæmi um þegar eftirsjá breytist í hefnd,“ sagði Cooper. Faðir hans lést 91 árs að aldri árið 2017. Móðir hans er fyrrverandi eiginkona Hefners, Kimberley Conrad.

Playboy gaf út yfirlýsingu eftir að stiklunar úr heimildaþáttunum komu út. 

„Playboy í dag er ekki Playboy Hughs Hefners. Við treystum og trúum þessum konum og þeirra sögum. Við styðjum þau sem stigið hafa fram til þess að deila reynslu sinni,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Einnig segir þar að mikilvægt sé að hlusta á þolendur og læra af þeirra reynslu.

Hugh Hefner ásamt tveimur af kærustum sínum þeim Bridget Marquardt …
Hugh Hefner ásamt tveimur af kærustum sínum þeim Bridget Marquardt og Holly Madison á áttræðis afmæli hans í Róm árið 2006. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.