Laus allra mála eftir kossinn örlagaríka

Ricard Gere með Shilpu Shetty í fanginu á viðburðinum árið …
Ricard Gere með Shilpu Shetty í fanginu á viðburðinum árið 2007. AFP

Dómari í Indlandi hefur látið ákæru um klámfengna hegðun leikkonunnar Shilpa Shetty niður falla, 15 árum eftir að leikarinn Richard Gere smellti kossi á leikkonuna. 

Atvikið átti sér stað á tónleikum til að vekja athygli á alnæmi í Delí árið 2007. Tók þar Gere leikkonuna í fang sér og smellti á hana kossi. Á þeim tíma var athæfi Gere mótmælt harðlega af trúarhópum hindúa sem sögðu athæfið móðgun við indversk gildi.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að ásakanirnar gegn Shetty hafi ekki byggt á neinum rökum og að hún hafi verið fórnarlamb. Að kyssast á opinberum vettvangi er af mörgum talin ósæmileg hegðun í Indlandi. 

Kossinn klaufalegi hefur dregið dilk á eftir sér.
Kossinn klaufalegi hefur dregið dilk á eftir sér. STR

Skömmu eftir atvikið árið 2007 baðst Gere afsökunar á því að hafa tekið hana í fang sér. Hann hafi aðeins verið að reyna að sýna að kossar væru öruggir og að HIV-veiran smitaðist ekki með kossum. 

Handtökuheimild var gefin út á hendur Gere skömmu eftir atburðinn en hæsti réttur landsins ógildi heimildina. Það hins vegar ekki fyrr en nú í janúar, tæpum 15 árum seinna, að ákæran á hendur Shetty var látin niður falla. 

Mál Shetty hefur velkst um í indverska dómskerfinu öll þessi ár en lögmenn hennar hafa staðið fast á því að ekki væri hægt að kenna henni um kossinn örlagaríka. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes