Segir annað kynlífsmyndband aldrei hafa verið til

Kanye West og Kim Kardashian.
Kanye West og Kim Kardashian. AFP

Athafnakonan Kim Kardashian segir að annað kynlífsmyndband af henni og rapparanum Ray J. hafi ekki verið til og ekki verið á leið í dreifingu. Fyrrverandi eiginmaður hennar, fjöllistamaðurinn Kanye West, sagði langa sögu af öðru kynlífsmyndbandi í viðtali á dögunum og sagðist hafa komið í veg fyrir að það færi í dreifingu. 

Árið 2007 lak kynlífsmyndband af Kardashian og Ray J. á netið og vakti mikla athygli. Myndbandið sjálft var tekið upp árið 2003. Kardashian hefur oft tjáð sig um myndbandið og þau áhrif sem birting þess hafi á hana. 

Í viðtali við Hollywood Unlocked sagði West að það hefði verið til annað myndband. Hann hafi hins vegar farið til Ray J. sjálfur, tekið tölvuna hans og farið með tölvuna til Kardashian. Hún hafi hágrátið þegar hann afhenti henni tölvuna. 

Í tilkynningu frá talsmanni Kardashian segir að ekki hafi verið til annað kynlífsmyndband af henni og Ray J. 

„Eftir ítarlega skoðun, var ekkert kynferðislegt sem ekki hafði sést áður, bara myndbönd úr flugvélinni á leið til Mexíkó, myndbönd af klúbbi og veitingastað í sömu ferð,“ segir í tilkynningunni. „Kim telur það öruggt að annað kynlífsmyndband sé ekki til. Eftir 20 ár þá langar hana verulega að loka þessum kafla í lífi sínu og einbeita sér að því að því jákvæða, móðurhlutverkinu, vinnu sinni og baráttu sinni fyrir betra dómskerfi.“

Kardashian sótti um skilnað við West í febrúar á síðasta ári. Þau höfðu verið gift í sex ár og eiga saman fjögur börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes