Bróðirinn mætir ekki í brúðkaupið

Lauren Silverman og Simon Cowell ætla að gifta sig í …
Lauren Silverman og Simon Cowell ætla að gifta sig í næsta mánuði. Cowell sér um undirbúninginn. AFP

Simon Cowell mun ganga í það heilaga í næsta mánuði með kærustu sinni til margra ára Laura Silverman. Talið er nokkuð öruggt að bróðir hans muni ekki mæta í brúðkaupið.

Cowell hefur áður sagst hafa óbeit á brúðkaupum og stórum mannamótum. Í viðtali á dögunum sagðist hann ekki nenna veseninu sem fylgir því að vera með brúðkaupsskipuleggjanda og ætlar því að undirbúa eigið brúðkaup sjálfur. Það þykir næsta víst að bróðir hans mun ekki mæta í brúðkaupið en þeir urðu miklir óvinir fyrir nokkrum árum og ekki er um heilt gróið.

Brúðkaupið verður fámennt og aðeins nánir vinir og ættingjar. Átta ára sonur brúðhjónanna verður þarna fremstur í flokki sem og sonur brúðarinnar frá fyrra sambandi. Þá mæta hálfsystki Cowells sem eru þrjú en albróðir hans Nick verður fjarri góðu gamni.

Þeir bræður voru eitt sinn afar nánir og fóru reglulega saman í frí áður en upp úr slitnaði fyrir nokkrum árum og þeir töluðust ekki við í fleiri ár. Ekki er vitað afhverju. Eitthvað virðist verða að rofa til í samskiptum þeirra en betur má ef duga skal. Margir eru vissir um að hann mæti ekki í brúðkaupið, sé honum yfirhöfuð boðið.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Peter Nyström, Peter Mohlin og Mohlin & Nyström

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er kominn tími á tiltekt og gott að losa sig við gamalt dót sem gerir ekkert gagn inni í einhverri geymslu og er aldrei notað. Gefðu þeim hlutum sem þú ekki notar framhaldslíf á öðru heimili.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Peter Nyström, Peter Mohlin og Mohlin & Nyström

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er kominn tími á tiltekt og gott að losa sig við gamalt dót sem gerir ekkert gagn inni í einhverri geymslu og er aldrei notað. Gefðu þeim hlutum sem þú ekki notar framhaldslíf á öðru heimili.