Kominn með kærustu eftir skilnaðinn

Jason Momoa og Eiza González eru að stinga saman nefjum.
Jason Momoa og Eiza González eru að stinga saman nefjum. Samsett mynd

Stórleikarinn Jason Momoa er kominn með kærustu. Nýja kærastan heitir Eiza González og er leikkona. Momoa og eiginkona hans, leikkonan Lisa Bonet, greindu frá því í janúar sl.að þau væru að skilja eftir tæplega 17 ára samband. 

„Þau eru að hittast. Honum þykir vænt um hana. Hann er á frábærum stað, er að vinna að Fast X,“ sagði aðili sem þekkir til í viðtali á vef People. „Hann er frekar upptekinn og í góðu jafnvægi.“

Heimildarmaður sem þekkir til þeirra beggja tjáði sig um sambandið. „Þau eru bæði upptekin í vinnu og eru að skemmta sér. Þetta er ekkert alvarlegt, enn sem komið er.“

Leikarinn mætti á frumsýningu myndarinnar Ambulance í Los Angeles í byrjun apríl. González fer með stórt hlutverk í myndinni en leikarinn Momoa mætti þó ekki formlega með leikkonunni á rauða dregilinn. 

Það kom mörgum á óvart þegar leikarahjónin Momoa og Bonet greindu frá skilnaði sínum í byrjun árs. Tólf ár eru á milli hjón­anna. Þau kynnt­ust í gegn­um sam­eig­in­lega vini á djassklúbbi árið 2005. Sam­an eiga þau tvö börn, fædd árin 2007 og 2008. 

Jason Momoa var kvæntur Lisu Bonet.
Jason Momoa var kvæntur Lisu Bonet. AFP
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unni Lindell
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kátínan hefur ráðið ríkjum hjá þér um tíma og engin ástæða til annars en að halda henni við. Smávegis eftirtekt núna sparar þér ærna röskun á lífi þínu síðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unni Lindell
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kátínan hefur ráðið ríkjum hjá þér um tíma og engin ástæða til annars en að halda henni við. Smávegis eftirtekt núna sparar þér ærna röskun á lífi þínu síðar.