Seldu verðlaunagripinn í fjáröflunarskyni

Kalush Orchestra með verðlaunagripinn að loknum sigrinum í Eurovision.
Kalush Orchestra með verðlaunagripinn að loknum sigrinum í Eurovision. AFP

Kalush Orchestra, úkraínska hljómsveitin sem bar sigur úr býtum í Eurovision, hefur selt verðlaunagripinn sem hún hlaut fyrir sigurinn fyrir 900 þúsund dollara, eða um 116 milljónir króna, í fjáröflunarskyni vegna stríðsins í Úkraínu.

Gripurinn, sem er hljóðnemi úr kristal, var boðinn upp á Facebook og var ætlunin að kaupa fyrir hann dróna fyrir úkraínska herinn, að sögn BBC. 

Uppboðið fór fram á svipuðum tíma og hljómsveitin spilaði á góðgerðartónleikum við Brandenborgarhliðið í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Ætlunin með tónleikunum var að safna fé fyrir kaupum á neyðarvistum.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér verður hrósað mikið fyrir árangur þinn í starfi og átt það svo fyllilega skilið. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér verður hrósað mikið fyrir árangur þinn í starfi og átt það svo fyllilega skilið. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.