Rakel Mjöll hitar upp fyrir Rolling Stones

Rakel Mjöll Leifsdóttir er söngkona Dream Wife.
Rakel Mjöll Leifsdóttir er söngkona Dream Wife. Skjáskot/Instagram

Rakel Mjöll Leifsdóttir söngkona mun hita upp fyrir Rolling Stones um helgina í Hyde Park í London ásamt hljómsveit sinni Dream Wife. Rolling Stones eru um þessar mundir að fagna 60 ára starfsafmæli og segir Rakel það vera sérstaklega skemmtilegt að fá að taka þátt í þessum tímamótum með þeim.

„Þetta kom á borð til okkar fyrir aðeins nokkrum dögum síðan en svona getur tónlistarbransinn verið ófyrirsjáanlegur. Maður veit ekki alltaf hvað maður er að fara að gera hverju sinni. Við þurftum náttúrulega að breyta okkar plönum en ein okkar átti að vera á leið í brúðkaup í Bandaríkjunum og ég stefndi á að koma heim til Íslands í sumarfrí en maður getur náttúrulega ekki sagt nei við þessu. Það er bara ekki hægt,“ segir Rakel. 

„Þetta eru sextíu ár sem þeir eru að fagna sem hljómsveit og það er gaman að geta tekið þátt í því. Þetta er merkilegur áfangi fyrir þá sem hljómsveit og þeir hafa gert mikið fyrir tónlistarsöguna,“ segir Rakel. 

„Þá er gaman að fá að vera hluti af svona flottum upphitunarhljómsveitum. Þarna er til dæmis Phoebe Bridgers sem er ein af mínum uppáhalds tónlistarkonum,“ segir Rakel en aðrir sem hita upp eru The War On Drugs, Vista Kicks, JJ Rosa and Kelly McGrath.

Rakel segist vera mikill aðdáandi Rolling Stones og hún hafi strax hringt í afa sinn sem er það einnig og fært honum fréttirnar. „Ég hringdi í afa minn sem er frekar mikill aðdáandi og hann hélt lengi vel að ég væri að grínast í honum. Það tók töluverðan tíma að sannfæra hann,“ segir Rakel og hlær.

Það hefur verið nóg að gera hjá Dream Wife, þær hafa nýlokið við tónleikaferðalag um Bretland og vakið verðskuldaða athygli.  

„Við höfum verið frekar heppnar og fengið að hita upp fyrir fjölmargar þekktar hljómsveitir og listamenn eins og til dæmis Liam Gallagher og Garbage,“ segir Rakel.

View this post on Instagram

A post shared by Rakel Mjöll (@rakelmjoll)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur hæfileika til þess að gera það besta úr öllum hlutum. Löngun þín til að auka tekjur þínar gæti gert það að völdum að þú svífst nánast einskis til að vinna að bótum í vinnunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Moa Herngren
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur hæfileika til þess að gera það besta úr öllum hlutum. Löngun þín til að auka tekjur þínar gæti gert það að völdum að þú svífst nánast einskis til að vinna að bótum í vinnunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Moa Herngren
5
Unnur Lilja Aradóttir