Falsaði andlátstilkynningu í kjölfar sambandsslita

Pete Davidson, Kim Kardashian og Kanye West.
Pete Davidson, Kim Kardashian og Kanye West. Samsett mynd

Fjöllistamaðurinn Kanye West heldur áfram að toppa sig. West lét sem grínistinn Pete Davidson væri látinn fyrir fullt og allt með því að birta falsaða andlátstilkynningu á Instagram-reikningi sínum. Þetta gerði hann til að láta tilfinningar sínar á sambandsslitum fyrrverandi eiginkonu sinnar, Kim Kardashians og grínistans í ljós. 

Kanye West og Kim Kardashian voru gift á árunum 2014-2021. Fór skilnaðurinn illa í West sem hefur reynt hvað hann getur til að endurvinna ást Kardashians síðustu misseri, án árangurs.

Sennilega hefur West því hoppað hæð sína af gleði þegar hann heyrði af sambandsslitunum en Kardashian og Davidson hafa verið að stinga saman nefjum frá árs byrjun. Hefur samband þeirra valdið West mikilli óánægju sem hann hefur oftar en einu sinni greint frá opinberlega. 

Samband Kardashians og Davidsons vakti ekki mikla kátínu hjá West og hefur hann gert í því lítillækka, úthúða og uppnefna Davidson í gegnum samfélagsmiðla síðustu mánuði. Sem dæmi hefur West kallað hann „Skete“ Davidson í stað Pete og staðið í alls kyns hótunum við hann. Fréttamiðillinn Page Six greindi frá.

Hér má sjá fölsuðu andlátstilkynninguna.
Hér má sjá fölsuðu andlátstilkynninguna. Skjáskot/Instagram

Um liðna helgi bárust fregnir af sambandsslitum Kardashians og Davidsons. Við þeim tíðindum brást West við með því að birta umrædda andlátstilkynningu þar sem hann hafði breytt forsíðu á dagblaðinu New York Times og gert upp andlát Davidsons.

„Skete Davidson látinn 28 ára að aldri,“ segir í andlátstilkynningunni, sem var tilbúningur einn, en að öllum líkindum vísan í sambandsslitin.

Andlátstilkynningin fékk ekki að standa lengi á Instagram-reikningi Kanye West. Óvíst er hvort að samviska Wests hafi spilað þar inn í eða hvort honum hafi verið gert að eyða henni út. Enda siðlaust með öllu að gera upp andlát fólks.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Brostu framan í heiminn og heimurinn mun brosa framan í þig. Dagurinn hentar vel til að gera eitthvað í málunum ef þú ert í vandræðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Brostu framan í heiminn og heimurinn mun brosa framan í þig. Dagurinn hentar vel til að gera eitthvað í málunum ef þú ert í vandræðum.