Óttast um öryggi Davidson

Pete Davidson, Kim Kardashian, Kanye West.
Pete Davidson, Kim Kardashian, Kanye West.

Ef marka má skjáskot sem listamaðurinn Kanye West birti af samskiptum hans og fyrrverandi eiginkonu hans Kim Kardashian, óttast Kardashian nú um öryggi kærasta síns, grínistans Pete Davidson. 

West hefur farið hart fram gegn Davidson á samfélagsmiðlum undanfarna daga, uppnefnt hann „Skete“ auk annarra illa nafna. 

„Þú ert að skapa ógnvænlegt og hættulegt umhverfi og einhver mun meiða Pete og þetta verður allt þér að kenna,“ segir í skilaboðunum sem West birti skjáskot af og eiga að vera frá Kardashian. Birti hann myndina á Instagram og skrifaði undir að enginn ætti að valda „Skete“ skaða vegna óska „eiginkonu hans“.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram

Vill sameina fjölskylduna

West hefur reynt allar leiðir til að vinna hjarta fyrrverandi eiginkonu sinnar aftur undanfarna daga. Hún sótti um skilnað í febrúar fyrir ári síðan eftir 6 ára hjónaband. Þau eiga fjögur börn saman og hefur West haldið því fram að hann vilji sameina fjölskylduna. Skilnaður er ekki formlega genginn í gegn en hefur Kardashian fengið hjúskaparstöðu sinni breytt á meðan þau ganga frá skiptingu eigna sinna. 

Kardashian stofnaði til ástarsambands við grínistann Davidson í október á síðasta ári og eru þau enn í sambandi. Hafa þau haldið sambandinu að mestu úr sviðsljósinu. West hefur hótað Davidson öllu illu á samfélagsmiðlum og virðist síður en svo ánægður með ráðahaginn. 

Pallbíll af rósum

West var í nokkurra vikna sambandi með Juliu Fox, en þeirra leiðir skildu um helgina. Sunnudeginum varði hann með börnum þeirra Kardashian og fór á úrslitaleik NFL-deildarinnar með krökkunum. Á sama tíma lét hann gamminn geisa á Instagram. 

Í gær, Valentínusardag, sendi hann svo pallbíl til hennar og á pallinum voru tugir rósabúnta. Á bílnum stóð: „Sýn mín er skýr“. Birti hann mynd af bílnum á Instagram og skrifaði það sama undir myndina. 

Skjáskot/Instagram

Kardashian eyddi hins vegar sunnudeginum í New York með Davidson og samkvæmt heimildum Page Six fóru á stefnumót á veitingastaðnum Lilia í Brooklyn. 

Á Valentínusardaginn leigði Davidson efstu hæðina á Carlyle hótelinu í New York og fyllti það af „öllum eftirlætishlutum hennar“. 

Kardashian hefur ekkert tjáð sig opinberlega um helgina og ekki svarað ákalli West um að sameina fjölskylduna. 

Valdi sjálfa sig

Kardashian opnaði sig um skilnaðinn í forsíðuviðtali við Vogue sem kom út nú í febrúar. Þar sagðist hún hafa ákveðið að velja sjálfa sig og að gera sjálfa sig hamingjusama. Sú ákvörðun hafi valdið breytingum í hennar lífi og leitt að skilnaðinum. 

Skömmu fyrir forsíðuna tjáði Kardashian sig opinberlega á Instagram þar sem hún bað West um að hætta að blanda börnum þeirra í umræðuna. Þá hafði West talað mikið um Kardashian og börn þeirra í viðtölum vikuna áður. 

„Skilnaðurinn er nógu erfiður fyrir börnin okkar og þráhyggja Kanyes fyrir því að stjórna öllum aðstæðum á neikvæðan og opinberan hátt veldur meiri skaða,“ skrifaði Kardashian. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert útsjónarsamur einstaklingur og kannt að snúa leikjum þér í hag en skortir þig oft sjálfsaga til þess að fylgja málunum eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert útsjónarsamur einstaklingur og kannt að snúa leikjum þér í hag en skortir þig oft sjálfsaga til þess að fylgja málunum eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Steindór Ívarsson
4
Torill Thorup
5
Kristina Ohlsson