Opinberaði sitt allra heilagasta á Instagram

Tommy Lee og Brittany Furlan.
Tommy Lee og Brittany Furlan. AFP

Bandaríski rokkarinn Tommy Lee særði blygðunarkennd margra með myndafærslu sem hann birti á Instagram-reikningi sínum fyrir skömmu. Á myndinni má sjá kviknakinn Lee sitja á horni við sundlaugabakka.

Þykir Lee hafa farið yfir öll velsæmismörk með myndbirtingunni en hún hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Getnaðarlimur hans sést vel sem jafnt sem aðrir líkamshlutar og útlimir en samkvæmt reglum um nekt og kynferðislegt efni sem Instagram áskilur, brýtur myndin í bága við þær allar.

Búið er að hylja prívatsvæði Tommy Lees.
Búið er að hylja prívatsvæði Tommy Lees. Skjáskot/Instagram

Myndin mun að öllum líkindum ekki fá að standa lengi á miðlinum en miðað við athugasemdirnar sem ritaðar hafa verið við myndafærsluna urðu margir aðdáendur Lee fyrir áfalli þegar þeir komu auga á hana. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá.

„Jæja, ég bjóst ekki alveg við þessu þegar ég opnaði Instagram,“ skrifaði einn. „Nei, kommon. ÞÚ GETUR EKKI DEILT ÞESSU Á INSTAGRAM,“ skrifaði annar. „Vinsamlegast leggðu nú frá þér símann.“

Skjáskot/Instagram

Lee tókst einnig að sjokkera eiginkonu sína til þriggja ára, Brittany Furlan, sem virtist ansi hissa á þessu uppátæki.

„GUÐ MINN GÓÐUR,“ sagði Furlan. Ófáir frægir einstaklingar og góðvinir Lee hafa skrifað við myndina. Til að mynda hefur trommuleikarinn Travis Barker tjáð sig ásamt grínistanum Ryan Sickler sem reyndi að slá umdeildu myndafærslunni upp í grín.

Það er með öllu óhugsandi hvað hafi farið í gegnum höfuðið á Lee þegar hann ákvað að birta tiltekna mynd en myndir af þessu tagi eru alltaf á gráu svæði. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.