Wolfgang Petersen er látinn

Wolfgang Petersen er látinn.
Wolfgang Petersen er látinn. AFP

Þýski leikstjórinn Wolfgang Petersen er látinn 81 árs að aldri. Hann leikstýrði meðal annars kvikmyndunum Das Boot og Air Force One. 

Banamein hans var krabbamein í brisi en talsmaður hans greindi frá andláti hans. Hann lést á heimili sínu í Los Angeles á föstudag.

Petersen leikstýrði fremstu stjörnum Hollywood, þar á meðal Clint Eastwood, Dustin Hoffman, George Clooney, Harrison Ford og Brad Pitt. Ferill hans spannar yfir fimm áratugi. 

Leikstjórinn var fæddur í Emden í Þýskalandi árið 1941 en hans fyrsta kvikmynd sem sló í gegn fjallaði um seinni heimstyrjöldina, Das Boot, og byggir á samnefndri skáldsögu. Hann var tilnefndur til tveggja Óskarsverðlauna fyrir myndina árið 1983. 

Petersen var kvæntur Mariu Antoinette og lætur hann eftir sig einn uppkominn son og tvö barnabörn.

Brad Pitt og Wolfgang Petersen árið 2004.
Brad Pitt og Wolfgang Petersen árið 2004. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes