Látin 32 ára að aldri

Charlbi Dean er látin 32 ára að aldri.
Charlbi Dean er látin 32 ára að aldri. AFP

Suðurafríska leikkonan Charlbi Dean er látin 32 ára að aldri. Dean lést á sjúkrahúsi í New York í Bandaríkjunum í gær, en dánarorsök hennar er enn ókunn þó sagt hafi verið að hún hafi látist skyndilega.

Dean fór með hlutverk í kvikmyndinni Triangle of Sadness sem hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni Cannes nú í vor. Þar lék hún á móti leikaranum Woody Harrelson.

Fyrirhugað er að sýna kvikmyndina á kvikmyndahátíðum í Torontó og New York seinna á þessu ári.

Dean var fædd í Höfðaborg 5. febrúar árið 1990. Þegar hún var aðeins 12 ára gömul skrifaði hún undir samning hjá umboðsskrifstofu fyrir fyrirsætur. Hennar fyrsta hlutverk í kvikmynd fékk hún þegar hún var tvítug, en hún er hvað þekktust fyrir að fara með hlutverk Syonide í þáttunum Black Lightning. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir