Verðlaunahöfundurinn Hilary Mantel látinn

Hilary Mantel er látin 70 ára að aldri.
Hilary Mantel er látin 70 ára að aldri. AFP

Verðlaunahöfundurinn Hilary Mantel er látinn 70 ára að aldri. Mantel var fyrst breskra rithöfunda til að vinna Booker-verðlaunin tvisvar sinnum. Útgefandi hennar greindi frá andláti hennar í dag. 

„Það hryggir okkur að greina frá því að okkar ástkæri rithöfundur, Hilary Mantel, er látin. Hugur okkar er hjá vinum hennar og fjölskyldu og sérstaklega eiginmanni hennar, Gerald,“ sagði í tilkynningunni. 

Mantel vann Booker-verðlaunin fyrir Wolf Hall-þríleikinn og Bring Up the Bodies. 

Wolf Hall-þríleikurinn hefur selst í yfir fimm milljónum eintaka um allan heim og hefur verið þýdd á 41 tungumál. 

Mantel glímdi við krónísk veikindi öll sín fullorðins ár en hún glímdi meðal annars við endómetríósu sem olli því að hún gat ekki orðið barnshafandi. 

Alls liggja eftir hana 17 bækur. Á meðal bókanna, fyrir utan verðlauna bækur hennar, eru Every Day is Mother's Day, Vacant Possession, Beyond Black og sjálfsævisaga hennar Giving up the Ghost.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk hugsar ekki alltaf áður en það talar og þó að það geri það er óvíst að það hafi rétt fyrir sér. Leggðu þig fram um að bæta samskiptin því maður er manns gaman.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk hugsar ekki alltaf áður en það talar og þó að það geri það er óvíst að það hafi rétt fyrir sér. Leggðu þig fram um að bæta samskiptin því maður er manns gaman.