Mætti ekki með börnunum að styðja Brady

Tom Brady og Gisele Bündchen.
Tom Brady og Gisele Bündchen. AFP

Deilur hjónanna Toms Bradys og Gisele Bündchen virðast ætla að halda áfram, en Bündchen mætti ekki á fyrsta heimaleik Bradys á tímabilinu þrátt fyrir að börn þeirra hafi mætt til að hvetja pabba sinn áfram.

Síðastliðnar vikur hafa hjónin átt í hörðum deilum vegna ákvörðunar Bradys um að snúa aftur á völlinn og hefja feril sinn á ný í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Samkvæmt heimildum Page Six höfðu Bündchen og Brady komist að samkomulagi um að hann myndi leggja skóna á hilluna og einbeita sér að fjölskyldunni, en hann hafi svo skipt um skoðun. 

Á sunnudaginn tók Brady og lið hans, Buccaneers, á móti Green Bay Packers í fyrsta leik sínum á þessu tímabili, en leikurinn fór fram á Raymond James-leikvanginum í Flórída.

Brady og Bündchen eiga tvö börn saman, en fyrir átti Brady son með fyrrverandi unnustu sinni, Bridget Maynohan. Samkvæmt heimildamanni People var elsti sonur hans viðstaddur leikinn ásamt systkinum sínum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú laðar að þér einstaklega ýtna manneskju í dag. Góðu fréttirnar eru þú veist hvernig þú átt að umgangast þannig fólk. Þú getur ekki orða bundist í kvöld.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú laðar að þér einstaklega ýtna manneskju í dag. Góðu fréttirnar eru þú veist hvernig þú átt að umgangast þannig fólk. Þú getur ekki orða bundist í kvöld.