Loretta Lynn er látin

Loretta Lynn er látin.
Loretta Lynn er látin. AFP

Sveitasöngkonan Loretta Lynn er látin 90 ára að aldri. Lynn var brautryðjandi í sveitatónlist í Bandaríkjunum á síðustu öld en hún söng lög um upplifun kvenna af kynlífi, framhjáhaldi og meðgöngu. 

Fjölskylda hennar greindi frá andlátinu í tilkynningu til Los Angeles Times. Hún lést á heimili sínu í Hurricane Mills í Tennessee. 

Lynn var elskuð og umdeild en mörg laga hennar voru bönnuð á útvarpsstöðvum sem spila sveitatónlist. Tíminn vann þó með hinni hugrökku Lynn og var hún sex áratugi í bransanum og naut mikilla vinsælda. 

Á ferli sínum gaf hún út alls 60 breiðskífur og var hún tilnefnd til 16 Grammy-verðlauna. Af þeim hlaut hún þrenn verðlaun, en hún náði efsta sæti topplista yfir sveitatónlist í Bandaríkjunum sextán sinnum. 

Giftist 15 ára gömul

Hún giftist Oliver Lynn þegar hún var aðeins 15 ára gömul, en þau höfðu aðeins þekkt hvort annað í einn mánuð. Þrátt fyrir ítrekuð framhjáhöld hans og baráttu við alkóhólisma voru þau saman í 48 ár, eða allt þar til hann lést árið 1996. Þau áttu sex börn saman, þar af fæddust þrjú þeirra áður en Lynn varð tvítug. 

Fyrsta gítarinn gaf eiginmaður hennar henni í afmælisgjöf árið 1953 og stofnaði hún hljómsveit ásamt bróður sínum Jay Lee. Hún byrjaði svo síðar að semja sína eigin tónlist og gefa hana út árið 1960, en hennar fyrsta smáskífa var lagið I'm a Honky-Tonk Girl. Það sló í gegn og fékk hún í kjölfarið samning við plötuútgáfu. 

Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar gaf hún út allt að fjórar breiðskífur á ári. Á seinni árum gaf hún út færri plötur á ári, en hennar síðasta kom út árið 2018 og heitir Wouldn't It Be Great. 

Fjögur barna hennar eru á lífi, Clara, Ernest og tvíburarnir Peggy og Patsy.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir