Varð strax skotin í mótleikara sínum

Kaley Cuoco.
Kaley Cuoco. AFP

Leikkonan Kaley Cuoco varð strax hrifin af mótleikara sínum Johnny Galecki þegar hún kynntist honum við tökur á þáttunum The Big Bang Theory árið 2007. Galecki og Cuoco léku par í þáttunum, en voru líka kærustupar í raunveruleikanum frá 2008 til 2010. 

Cuoco og Galecki ræddu samband sitt í kringum þættina í bókinni The Big Bang Theory: The Definitive, Inside Story en Vanity Fair birti kafla úr bókinni á dögunum. 

„Ég varð strax rosalega skotin í Johnny. Ég faldi það ekki einu sinni,“ sagði Cuoco. „Hann var svo mikill töffari. Við vorum bæði í sambandi á þessum tíma, en hugur minn var allur hjá Johnny. Síðan, þegar ég komst að því að hann var líka skotinn í mér hugsaði ég, ó, þetta er að fara valda vandræðum,“ sagði Cuoco. 

Johnny Galecki.
Johnny Galecki. ljósmynd/Wikipedia

Galecki segist þó ekki hafa tekið eftir því að hún væri skotin í honum að fyrstu. „Ég er með ágætt sjálfstraust, en þú verður eiginlega að lemja mig í hausinn til að láta mig vita að þú ert að reyna við mig. Ég hafði ekki hugmynd um neina hrifningu fyrr en við Kaley byrjuðum að hittast,“ sagði Galecki. 

Áður en þau byrjuðu samband sitt í raunveruleikanum voru miklir straumar á milli þeim í tökum. 

Fyrsti koss persóna þeirra í þáttunum var líka fyrsti koss þeirra í raunveruleikanum. Bæði segjast þau hafa verið frekar stressuð fyrir kossinum. „Ég var mjög stressuð fyrir okkur bæði. Ég meina, ég var að kyssa hann sem Penny áður en við byrjuðum saman, og það er skrítið að á sama tíma og þú ert skotin í einhverjum, ertu að kyssa hann sem leikara,“ sagði Cuoco.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav