Lokað fyrir samfélagsmiðla West

Kanye West hefur farið ófögrum orðum um fólk að undanförnu.
Kanye West hefur farið ófögrum orðum um fólk að undanförnu. AFP

Lokað hefur verið fyrir aðganga Kanye West á Twitter og Instagram. Ástæðan er hatursorðræða í garð gyðinga. Báðir samfélagsmiðlarnir hafa eytt færslum frá West. 

Lokað var tímabundið fyrir aðgang West á Instagram í kjölfar þess að stjarnan hélt því fram að gyðingar stjórnuðu rapparanum Diddy. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem West ræðst að Diddy eða gyðingum. Eftir að að lokað var fyrir West á Instgram byrjaði hann aftur á Twitter og hélt áfram að fara ófögrum orðum um gyðinga að því fram kemur á vef BBC

West hefur farið mikinn að undanförnu. Stutt er síðan rapp­ar­inn sýndi stutterma­boli með áletr­un­inni „White Li­ves Matter“, eða „Hvítt fólk skipt­ir máli“ á tísku­sýn­ingu í Par­ís. Áletrunin telst vera hatursorðræða en ákveðinn hópur notaði orðin gegn Black Lives Matter-hreyfingunni.

Bolauppátæki West var strax gagnrýnt og var rapparinn Diddy þar á meðal. Diddy hvatti fólk til þess að klæðast ekki bolum með áletruninni. West birti textaskilaboð á milli þeirra. Þar bað Diddy West um að hætta en West sakaði hann þvert á móti um að gyðingar hefðu beðið hann um að hafa samband við hann. Ríma hugmyndir West við þá samsæriskenningar að gyðingar stjórni öllum fjölmiðlum, ríkisstjórnum og bönkum. 

Kanye West.
Kanye West. AFP

West var greindur með geðhvörf fyrir nokkrum árum og hefur talað opinberlega um andlega heilsu sína. Hann hefur oft vakið athygli fyrir hegðun sína og yfirlýsingar en nýjasta útspil hans hefur áhrif á viðskiptaveldi hans. Adidas greindi frá því nýlega að fyrirtækið væri að endurskoða samstarf sitt við tónlistarmanninn í kjölfar þess að West gagnrýndi íþróttavörumerkið opinberlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli þessa dagana. Þó itthvað gangi á afturfótunum hjá þér í dag þá má reikna með að svo verði ekki á morgun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Elly Griffiths
4
Ragnar Jónasson
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli þessa dagana. Þó itthvað gangi á afturfótunum hjá þér í dag þá má reikna með að svo verði ekki á morgun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Elly Griffiths
4
Ragnar Jónasson
5
Moa Herngren