„Ég er reiðubúin að deyja!“

​Jane Fonda ber sig alltaf vel. Þessi mynd er tekin …
​Jane Fonda ber sig alltaf vel. Þessi mynd er tekin fyrir um mánuði. AFP/Emma McIntyre

Krabbameinsmeðferðin gengur vel en Jane Fonda finnur eigi að síður að dauðinn nálgast enda er hún að verða 85 ára. Hún kveðst tilbúin að kveðja enda hafi hún lifað góðu lífi. 

Stundum er sagt að engin hetjudáð sé drýgri en að sýna æðruleysi andspænis dauðanum. Bandaríska kvikmyndastjarnan og aktívistinn Jane Fonda steig inn í það mengi á dögunum þegar hún viðurkenndi í samtali við Enter­tain­ment Tonight (ET) að hún væri reiðubúin að deyja.

Fonda, sem verður 85 ára í næsta mánuði, kvaðst með þessu ekki ætla að vera dramatísk, aðeins raunsæ. Þegar fólk sé komið á þennan aldur ætti það að gera sér grein fyrir því hversu mikill tími er að baki í þessu lífi og á hinn bóginn hversu lítill tími er framundan.  

„Ég er meðvituð um að ég á ekki langt eftir,“ sagði leikkonan og bætti við að hún sætti sig við það enda hefði hún átt frábært líf. „Ekki svo að skilja að ég vilji kveðja, en ég átta mig eigi að síður á því að það verður fyrr en síðar. Það er bara raunsætt mat.“ 

80% lifa af

Aðeins eru tveir mánuðir síðan Fonda greindi frá því að hún glímdi við eitilfrumukrabbamein en vangaveltur hennar nú tengjast víst ekki veikindunum sérstaklega, enda gengur meðferðin vel.

Fonda við tökur á Cat Ballou árið 1965.
Fonda við tökur á Cat Ballou árið 1965. AFP


„Þetta er mjög viðráðanlegt krabba­mein,“ skrifaði hún á Insta­gram. „80% lifa af, þannig að mér finnst ég vera mjög lánsöm. Ég er líka lánsöm vegna þess að ég er með sjúkratryggingu og aðgang að bestu læknum og meðferðum sem völ er á. Ég átta mig á því, og það er sársaukafullt, að ég nýt forréttinda hvað þetta varðar.“

Nánar er fjallað um Jane Fonda í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes