Opinbera ástarsambandið eftir meint framhjáhald

Bachelor-stjörnurnar Victoria Fuller og Greg Grippo.
Bachelor-stjörnurnar Victoria Fuller og Greg Grippo. Samsett mynd

Bachelor-stjörnurnar Victoria Fuller og Greg Grippo hafa nú opinberað ástasamband sitt á samfélagsmiðlum, en síðustu dagar hafa verið þjakaðir dramatík í Bachelor-heiminum eftir að lokaþáttur Bachelor in Paradise var sýndur í síðustu viku. 

Fuller var þátttakandi í nýjustu þáttaröð Bachelor in Paradise á meðan Greg Grippo tók þátt í sautjándu þáttaröð The Bachelorette þar sem hann kepptist um að hreppa hjarta Katie Thurston. 

Parið opinberaði ástarsamband sitt á samfélagsmiðlinum Instagram, en þar deildi Fuller myndum af þeim þar sem þau eyddu ljúfum sunnudegi saman. 

Fuller og Grippo opinberuðu ástarsamband sitt á dögunum á samfélagsmiðlum.
Fuller og Grippo opinberuðu ástarsamband sitt á dögunum á samfélagsmiðlum. Skjáskot/Instagram

Sleit trúlofuninni stuttu áður

Samband Fuller og Grippo hefur verið nokkuð umdeilt þar sem þau byrjuðu að hittast stuttu eftir að hún sleit trúlofun sinni við Johnny DePhillipo, en þau trúlofuðu sig í lokaþætti áttundu þáttaraðar Bahcelor in Paradise. Neistinn milli þeirra entist þó ekki lengi eftir að tökum lauk. 

Fuller segir samband þeirra DePhillipo hafa valdið henni miklum áhyggjum eftir að raunveruleikinn tók við og að þau hafi upplifað margar hæðir og lægðir. Þá sagði hún samband þeirra hafa verið „eitrað“ og hún hafi tjáð honum að hún væri ekki hamingjusöm og vildi því ekki vera trúlofuð. 

Fram kemur í umfjöllun Us Weekly að DePhillipo hafi verið ósammála fullyrðingum Fuller og sakað hana um að hafa haldið framhjá sér með Grippo. Fuller neitaði því þó alfarið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes