Starfsmaður hallarinnar stígur til hliðar

Ngozi Fulani sagði frá spurningum starfsmannsins á Twitter.
Ngozi Fulani sagði frá spurningum starfsmannsins á Twitter. Ljósmynd/Twitter

Starfsmaður bresku konungsfjölskyldunnar hefur sagt upp störfum vegna óviðeigandi spurningar til þeldökks gest í boði sem Kamilla drottning hélt í gær. Hefur hann einnig beðist afsökunar á orðum sínum. 

Ngozi Fulani, stofnandi  Sistah Space, samtaka sem styðja við þolendur heimilisofbeldis, segir að hún hafi ítrekað verið spurð af starfsmanninum „hvaðan hún væri raunverulega“. Hún sagði frá orðaskiptum þeirra í færslu á Twitter. Þar lýsir hún því hvernig starfsmaðurinn, sem hún kallar Lady SH, hafi ítrekað spurt frá hvaða Afríkulandi hún væri. 

Talsmaður hallarinnar segir málið litið alvarlegum augum. „Í þessu tilviki voru óásættanleg orð sögð. Við höfum sett okkur í samband við Ngozi Fulani vegna málsins og bjóðum henni að koma og ræða allar hliðar málsins, ef hún kýs að gera það,“ segir í tilkynningunni.

Enn fremur kemur fram að starfsmaðurinn hafi stigið til hliðar og biðjist afsökunar á orðum sínum. Allir starfsmenn hallarinnar hafi svo fengið áminningu um vinnureglur hallarinnar er varða fjölbreytileika. 

Mandu Reid, sem segist hafa séð og heyrt umrætt samtal í höllinni, staðfesti sögu Fulani í viðtali við BBC. Reid sagði spurningarnar hafa verið meiðandi, litaðar kynþáttafordómum og óvelkomnar. 

Um 300 gestum víðsvegar að úr samfélaginu var boðið til viðburðar í Buckinghamhöll í gær. Kamilla drottning hélt viðburðinn til að ræða um heimsfaraldur ofbeldis gegn konum. 

Kamilla tók á móti um 300 gestum í Buckinghamhöll í …
Kamilla tók á móti um 300 gestum í Buckinghamhöll í gær. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur þig betur þegar þú hefur of mikið að gera. Láttu ekki koma þér úr skorðum, þú þarft bara að eyða svolitlum tíma í að leysa vandamálin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur þig betur þegar þú hefur of mikið að gera. Láttu ekki koma þér úr skorðum, þú þarft bara að eyða svolitlum tíma í að leysa vandamálin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav