Samfélagsmiðlastjörnur gengu í það heilaga

Julien Solomita og Jenna Marbles á brúðkaupsdaginn.
Julien Solomita og Jenna Marbles á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

Twitch-stjarnan Julien Solomita og fyrrverandi Youtube-stjarnan Jenna Marbles gengu í það heilaga við rómantíska athöfn síðastliðinn nóvember eftir níu ára samband. 

Hjónin byrjuðu saman árið 2013, en þau sögðu frá því í ársbyrjun 2021 að þau hefðu trúlofast. Solomita birti myndaröð frá stóra deginum á Instagram-reikningi sínum, en athöfnin virðist hafa farið fram utandyra í fallegu haustveðri. 

Af myndunum að dæma er stutt í húmorinn hjá hjónunum, en á fyrstu myndinni stilltu þau sér upp alsæl í fullum skrúða með Chihuahua-hundinn þeirra í barnavagni. Þá birti hann einnig mynd af Marbles með tannþráð uppi í sér og endaði myndaröðina á því að stilla sér sjálfur upp með slör eiginkonu sinnar. 

Með fyrstu samfélagsmiðlastjörnunum

Jenna Marbles var ein af þeim fyrstu til að slá í gegn á samfélagsmiðlum, en hún var með yfir 20 milljónir fylgjenda á Youtube-rás sinni þegar hún ákvað að loka henni í júní árið 2020. Hún birti 11 mínútna langt myndskeið þar sem hún útskýrði af hverju hún hafi ákveðið að hætta og baðst um leið afsökunar á efninu sem hún hafði framleitt í gegnum árin. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gefa þér góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér. Hvað viltu fá út úr lífinu? Skrifaðu markmið þín niður, því þannig rætast þau.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gefa þér góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér. Hvað viltu fá út úr lífinu? Skrifaðu markmið þín niður, því þannig rætast þau.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin