Ekki enn fundið hinn eina rétta

Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut á dögunum sín fyrstu Golden Globe-verðlaun …
Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut á dögunum sín fyrstu Golden Globe-verðlaun fyrir hlutverk sitt í þáttunum White Lotus. AMY SUSSMAN

Bandaríska leikkonan Jennifer Coolidge bjóst sannarlega ekki við því að sigurræða hennar á Golden Globes-verðlaunahátíðinni yrði jafn tilfinningaþrungin og hún var þegar hún tók á móti sínum fyrstu Golden Globes-verðlaunum síðastliðið þriðjudagskvöld. 

Leikkonan segist hafa verið hissa á sigurræðu sinni. „Ég stóð fyrir framan mannfjöldann og gleymdi því hvar ég var. Ég opnaði mig mikið um tilfinningar mínar. Ég var ekki að reyna að vera fyndin – mér var alvara,“ sagði hún í samtali við Page Six. 

Draumar um frægð og frama hafi fjarað út

Coolidge skaust hátt upp á stjörnuhimininn eftir hlutverk sitt sem Tanya McQuid í þáttunum White Lotus, en hún hefur farið með hlutverkið í tveimur þáttaröðum sem komnar eru út á streymisveitu HBO. 

Í ræðu sinni sagði Coolidge drauma hennar um frægð og frama hafa fjarað út á sínum tíma, en það sem hafi haldið henni gangandi í gegnum árin hafi verið lítil hlutverk frá vinum sínum, til dæmis í The Witcher, Sex and the City, American Pie og Legally Blonde. 

Coolidge útskýrði í ræðu sinni að hún hafi ekki haft jafn mikið álit á sjálfri sér og aðrir í kringum hana hafi á henni. Spurð hvers vegna sagðist hún hreinlega ekki vita það. „Ég meina, í ástarlífinu hef ég aldrei fundið neinn sem er réttur fyrir mig. Ég hef ekki fundið ástina í lífi mínu,“ svaraði leikkonan. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Passaðu hverjum þú deilir leyndarmálunum með. Veldu orð þín af kostgæfni í dag því hætta er á að upp komi misskilningur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav