Svipta hulunni af merki og slagorði keppninnar

Þjóðfáni Úkraínu er áberandi í merki Eurovision-söngvakeppninnar 2023.
Þjóðfáni Úkraínu er áberandi í merki Eurovision-söngvakeppninnar 2023. AFP

„Sameinuð með tónlist“. Það er slagorð Eurovision-söngvakeppninnar sem fer fram í Liverpool í Bretlandi í maí. Slagorðið sem og merki keppninnar voru gerð opinber í morgun enda Eurovision-vertíðin að hefjast fyrir alvöru. Bretland heldur keppnina ásamt Úkraínu og eru litir þjóðfána landanna áberandi í merkinu.

Í kvöld mun fara fram athöfn í St. George’s Hall í Liverpool en þá mun borgin formlega taka við Eurovision-keppninni. Athöfnin verður í beinni útsendingu á BBC Two. Í kvöld kemur einnig í ljós á hvoru undankvöldinu Ísland mun keppa. Undankvöldin verða 9. og 11. maí en úrslitakvöldið er 13. maí.

Úkraína vann á síðasta ári en vegna innrás Rússa í landinu fer keppnin fram í Bretlandi, en Bretar lentu í öðru sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes