Fyndið að sjá myndina döbbaða

Óskar Þór Axelsson er leikstjóri myndarinnar.
Óskar Þór Axelsson er leikstjóri myndarinnar. Ljósmynd/Splendid Film/Roland Guido Marx

Kvikmyndin Napóleonsskjölin voru frumsýnd í Köln í Þýskalandi um liðna helgi. Leikstjóri myndarinnar, Óskar Þór Axelsson, segir frumsýninguna hafa verið ótrúlega skemmtileg og fyndið að sjá myndina á þýsku. 

„Var eiginlega alveg ótrúlega skemmtilegt, algjörlega framar vonum. Og þá er ég ekki að tala um þá staðreynd að myndin er „döbbuð“ á þýsku sem auðvitað er frekar fyndið að sjá og allt það, heldur frekar bara hversu vel þetta var gert allt saman hjá Þýska framleiðslufyrirtæki myndarinnar, Splendid Film,“ segir Óskar Þór. 

Napóleonsskjölin byggja á samnefndri glæpasögu Arnalds Indriðasonar en með aðal­hlut­verk fara Vi­vi­an Ólafs­dótt­ir (Leyni­lögga), Jack Fox (Ri­viera), Iain Glen (Game of Thrones), Ólaf­ur Darri Ólafs­son, Ades­uwa Oni (The Witcher), Annette Badland (Ted Lasso), Atli Óskar Fjalars­son og Þröst­ur Leó Gunn­ars­son.

Napóleónsskjölin fara í sýningar í þýskum kvikmyndahúsum í dag.

Ljósmynd/Splendid Film/Roland Guido Marx

Mikil stemning í salnum

Myndin var sýnd á föstudagskvöldinu og fór Óskar í allskyns viðtöl sama dag. „Þetta var allt skipulagt mjög nákvæmlega og vandlega eins og við er að búast af Þjóðverjum, stór hópur sem var að snúast í kringum þetta og allt rann einsog vel smurð vél. Svo var mætt í bíóið á rauða dregilinn og þar áttaði maður sig á að við erum að frumsýna mynd fyrir stóran markað. Þarna voru tugir ljósmyndara, nokkrar sjónvarpsstöðvar og góður slatti af aðdáendum sem biðu fyrir utan með útprentaðar myndir fyrir leikarana til að árita. Mest fyrir Iain Glen auðvitað enda Game of Thrones svo risastórt, en líka fyrir hina og meira að segja nokkrir með myndir af Vivian úr Leynilöggu,“ segir Óskar. 

Ljósmynd/Splendid Film/Roland Guido Marx

Eftir sýninguna sátu þau fyrir svörum og segir Óskar að mikil stemning hafi verið í salnum. Þar á eftir var svo auðvitað haldið gott frumsýningarpartí. 

„Þýska Eurovision var þetta sama kvöld í Köln, í sama stúdíói og við skutum í, og auðvitað mikið í gangi í kringum það, en fjölmiðlarnir voru alveg með fókus á okkur líka. Allt Eurovision-liðið var á sama hóteli og við og mættust því okkar fólk og þau á hótelbarnum að partýum beggja loknum. Allir þreyttir en í góðu stuði. Mjög skemmtilegt allt saman,“ segir Óskar. 

Hann bætir við að það hafi sömuleiðis verið gaman að hitta teymið frá bókaútgáfunni sem gefur út bækur Arnaldar í Þýskalandi. 

„Þau gáfu að sjálfsögðu út nýja útgáfu með plakati myndarinnar framan á bókinni en það er hvorki meira né minna en 19. útgáfa bókarinnar í Þýskalandi! Alveg magnað hvað hún hefur selst vel þar í landi,“ segir Óskar að lokum.

Ljósmynd/Splendid Film/Roland Guido Marx
Ljósmynd/Splendid Film/Roland Guido Marx
Ljósmynd/Splendid Film/Roland Guido Marx
Ljósmynd/Splendid Film/Roland Guido Marx
Ljósmynd/Splendid Film/Roland Guido Marx
Ljósmynd/Splendid Film/Roland Guido Marx
Ljósmynd/Splendid Film/Roland Guido Marx
Ljósmynd/Splendid Film/Roland Guido Marx
Ljósmynd/Splendid Film/Roland Guido Marx
Ljósmynd/Splendid Film/Roland Guido Marx
Ljósmynd/Splendid Film/Roland Guido Marx
Ljósmynd/Splendid Film/Roland Guido Marx
Ljósmynd/Splendid Film/Roland Guido Marx
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes