Haldið vakandi fram eftir nóttu til að auka dramað

Adam Collard fer ekki fögrum orðum um framleiðendur þáttanna Love …
Adam Collard fer ekki fögrum orðum um framleiðendur þáttanna Love Island. Samsett mynd

Þátttakendum í raunveruleikaþáttunum Love Island er haldið vakandi fram eftir nóttu af framleiðendum þáttanna. Er þetta gert svo betri rifrildi myndist á milli þátttakenda til að birta fyrir áhorfendur.

Greint er frá þessu í Daily Mail en fyrrverandi þátttakandinn Adam Collard heldur þessu fram í hlaðvarpsþáttunum The Not So Fit Couple. Collard var þátttakandi bæði í þáttaröð fjögur og þáttaröð átta og var hann fyrsti þátttakandinn sem kom fram í tveimur mismunandi þáttaröðum.

Collard segir að þar sem engar klukkur séu til staðar við tökur á þáttunum geri framleiðendur í því að rugla í svefnrútínu þátttakenda því bestu rifrildin eigi sér stað þegar fólk er þreytt. Framleiðendurnir halda því hins vegar fram að tökur fari fram seint á kvöldin og á nóttunni til vegna þess að þá sé sú birta sem þeir sækist eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav