Beyoncé heiðraði minningu Tinu Turner

Beyoncé söng ásamt Tinu Turner á Grammy-verðlaunum í febrúar 2008.
Beyoncé söng ásamt Tinu Turner á Grammy-verðlaunum í febrúar 2008. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Beyoncé heiðraði minningu Tinu Turner, sem lést í síðustu viku, 83 ára að aldri, með því að flytja lag hennar River Deep, Mountain High fyrir tónleikagesti í Lundúnum í gærkvöldi. 

Söngkonan flutti rólegri útgáfu af laginu og áttu aðdáendur í engum vandræðum með að taka undir og heiðra drottningu rokksins. Nokkrum dögum áður, á tónleikum sínum í París, flutti Beyoncé rafmagnaða útgáfu af einu þekktasta lagi Turner, Proud Mary, og gerði allt vitlaust. 

„Mig langar bara að taka eitt augnablik og heiðra Tinu Turner. Ef þú ert aðdáandi minn, þá ertu aðdáandi Tinu Turner,“ sagði söngkonan við allt fólkið sem var samankomið á Renaissance-tónleikum hennar í París. 

„Ég væri ekki á þessu sviði án hennar, svo ég vil heyra ykkur öskra, hún á að finna fyrir ást ykkar. Mér finnst ég svo heppin, ég fékk að verða vitni að ljóma hennar,“ sagði Beyoncé að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren