Í hnapphelduna í annað sinn?

Rich Paul og Adele.
Rich Paul og Adele. AFP

Breska söngkonan Adele kom aðdáendum sínum á óvart á laugardagskvöldið þegar hún kallaði Rich Paul, kærasta hennar til tveggja ára, eiginmann sinn. Ef það reynist vera satt er þetta í annað sinn sem söngstjörnunni tekst að ganga í hnapphelduna með leynd.

Á tónleikum Adele í Las Vegas á laugardagskvöldið var kona í áhorfendasalnum sem hrópaði til söngkonunnar: „Viltu giftast mér?”, en óvænta bónorðið hefur nú verið birt á samfélagsmiðlum.

Söngkonan afþakkaði og sagði salnum að eiginmaður hennar væri meðal gesta í salnum í kvöld. 

Adele og Paul opinberuðu samband sitt í júlí 2021, en söngkonan hefur sést með demantshring á vinstri baugfingri í rúmt ár.

Adele var áður gift Simon Konecki og eiga þau einn son, Angelo.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir