Swift sögð komin með nýjan elskhuga

Taylor Swift og Travis Kelce.
Taylor Swift og Travis Kelce. Samsett mynd

Tónlistarkonan Taylor Swift og NFL-leikmaðurinn Travis Kelce eru sögð vera nýjasta parið í Hollywood. 

Heimildarmaður The Messenger segir parið vera að hittast á „rólegu nótunum“ og að söngkonan vilji ekki flýta sér í samband.

Kelce hefur þó viðurkennt að hafa verið hrifinn af Swift í þónokkurn tíma og er sagður hafa reynt að koma símanúmerinu sínu til söngkonunnar þegar hann sótti tónleika hennar í sumar. 

Swift kynti undir orðróm um mögulegt ástarsamband hennar og íþróttamannsins á dögunum þegar hún sást með hálsmen með fæðingarsteini Kelce, en hann er í voginni. Sjálf er Swift bogmaður.

Greint var frá því í apríl að Swift og fyrrverandi kærasti hennar til sex ára, leikarinn Joe Alwyn, væru hætt saman. Söngkonan tók saman við umdeilda söngvara hljómsveitarinnar 1975, Matt Healy, skömmu eftir sambandsslitin en því lauk í sumar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera með öðru fólki í dag. Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig sem fyrirmynd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera með öðru fólki í dag. Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig sem fyrirmynd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler