Hvar er Rebecca Loos í dag?

Rebecca Loos nýtur sín í norsku sveitinni.
Rebecca Loos nýtur sín í norsku sveitinni. Skjáskot/Instagram

Meint hjákona David Beckhams, Rebecca Loos, er nú enn og aftur í sviðsljósinu með tilkomu nýrrar heimildarmyndar um Beckham-fjölskylduna. Í heimildarmyndinni ræðir Victoria Beckham um það hversu djúpstæð áhrif meint framhjáhald David Beckhams hafði á hana. 

Örlög David Beckhams og Loos voru gjörólík. Hann hélt áfram að vera dáður á meðan hún var á sínum tíma ein hataðasta kona Bretlands. Í dag er hún jógakennari og býr á afskekktum stað í fjöllum Noregs með eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún lifir einföldu lífi í sveitinni og veitir sjaldan viðtöl. Nú er hins vegar búið að rífa upp gömul sár og þvinga Loos aftur í sviðsljósið.

Loos segir lífsreynsluna hafi breytt sér til frambúðar og hún hafi verið notuð af fjölmiðlum til þess að selja blöð. Hún þjáðist lengi vel af þunglyndi og þarf að glíma við það að vera ætíð þekkt fyrir að vera konan sem á að hafa haldið við Beckham, segir í umfjöllun Daily Mail.

„Ég fékk slæm ráð og stundum tók ég slæmar ákvarðanir. Sumir halda að ég sé slæm manneskja en ég get engu breytt. Ég þarf að lifa við þetta af bestu getu.“

Loos er gift norskum lækni og á tvo syni.
Loos er gift norskum lækni og á tvo syni. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson