Kærasta Beckham í íslenskri hönnun í Himalajafjöllum

Fyrirsætan Mia Regan klæddist íslenskri hönnun frá toppi til táar …
Fyrirsætan Mia Regan klæddist íslenskri hönnun frá toppi til táar í átta daga fjallgöngu um Himalaya-fjöllin á dögunum. Samsett mynd

Fyrirsætan Mia Regan, kærasta bresku knattspyrnustjörnunnar Romeo Beckham, gekk nýverið að grunnbúðum Everest ásamt föður sínum þar sem hún klæddist einungis íslenskri hönnun.

Regan og Beckham virðast bæði vera hrifin af íslenskri hönnun. Þau hafa þó nokkrum sinnum sést klædd í fatnað frá 66° Norður, til dæmis á tískuvikunni í Kaupmannahöfn, í Lundúnum, í útilegu í Wales og nú á göngu um Himalaya-fjöllin. 

Pakkaði einungis íslenskri hönnun

Regan hefur verið dugleg að deila myndum og myndböndum frá göngu sinni um Himalaya-fjöllin á samfélagsmiðlum, en ferðin tók átta daga. Hún leyfði fylgjendum sínum að kíkja ofan í ferðatöskuna sína og fór í gegnum það sem hún pakkaði með sér fyrir gönguna á TikTok. 

Þar má sjá að ofan í stórri appelsínugulri tösku frá 66° Norður er nær einungis fatnaður frá 66° Norður, allt frá sokkum og eyrnahlífum yfir í buxur, regnjakka og úlpu.

@reganmia What i packed for trekking 8 days through the Himalayas, Lukla -> Ama Dablam base camp‼️ wearing the best @66°North kit and protecting my skin with my favourite @The Ordinary 🏔️🫚🍜🌸🫧🕺🏽 #TheOrdinary ♬ Otra Vez - ProdMarvin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert