„Ég er hættur að leigja út efri hæðina“

„Það verður rífandi stemning og stíf dagskrá öll kvöld,” segir …
„Það verður rífandi stemning og stíf dagskrá öll kvöld,” segir Sigurður Elí. Samsett mynd

Skemmtistaðurinn EXIT opnar dyr sínar á ný eftir endurbætur í kvöld og lofar eigandi staðarins, Sigurður Elí Bergsteinsson, stuði og taumlausri gleði fyrir allan peninginn. Sigurður Elí hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur og þá aðallega út af Porsche-bíl með bílnúmerinu EXIT, sem vakti ómælda athygli í sumar, og segir hann „bíla­málið“ hafa aukið áhuga eldri kynslóða á skemmtistaðnum.

„Staðurinn hefur verið mjög vinsæll í gegnum tíðina, fyrst sem 203 Club og nú undir heitinu EXIT, og þá aðallega hjá háskólanemendum. En eftir þessarar blessuðu bílafréttir í sumar þó fór ég að taka eftir öðrum aldurshópi,” segir Sigurður Elí, sem fagnar öllum þeim sem heimsækja EXIT í Austurstræti.

Rapp og ískaldur jólabjór

Það verður margt um að vera á opnunarkvöldi EXIT, en Sigurður Elí fékk einn vinsælasta rappara landsins, Gísla Pálma, til að mæta á svæðið og mun hann flytja einhver af sínum þekktustu lögum. „Gísli Pálmi stendur alltaf fyrir sínu og er að mínu mati lang­best­ur af þeim öll­um. Hann kann að rífa upp stemn­ing­una.“

Uppáhalds jólabjór Sigurðar Elís, Tuborg, er kominn til byggða og verður skrúfað frá krananum á EXIT í kvöld. „Já, við erum með besta jólabjórinn, en það er Tuborg. Við erum einnig með glænýjan kokteilseðil og á honum er að finna hinn eina sanna EXIT Signature, sem margir elska,” útskýrir hann.

„Fólki frjálst að halda af­mæli...“

Aðspurður segir Sigurður Elí efri hæðina á skemmtistaðnum mjög vinsæla enda fáir skemmtistaðir á höfuðborgarsvæðinu á tveimur hæðum. „Við höfum verið að leigja út efri hæðina fyrir afmælisveislur og önnur einkasamkvæmi en ég tók þá ákvörðun að hætta að leigja út rýmið og leyfi nú fólki að halda partí og aðra viðburði frítt.

Þegar salurinn er laus er fólki frjálst að halda afmæli, staffapartí og hvað annað en svo opnar svæðið fyrir almenning á ákveðnum tíma,” segir Sigurður Elí, sem hlakkar til að sjá alla á nýjum og endurbættum EXIT.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg