Stockfish heiðrar minningu Evu Maríu

Eva María Daníels var metnaðarfull framakona.
Eva María Daníels var metnaðarfull framakona. Ljósmynd/Valgarður Gíslason

Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram í tíunda sinn dagana 4.-14. apríl í Bíó Paradís. Fleiri en 25 nýjar kvikmyndir verða sýndar auk fjölda stuttmynda sem taka þátt í stuttmyndakeppni hátíðarinnar, Sprettfisk.

Stofnaður hefur verið nýr verðlaunaflokkur til að heiðra minningu íslensku kvikmyndagerðarkonunnar Evu Maríu Daniels, titlaður Evu Maríu Daníels-verðlaunin. Kvikmyndagerðarkonan lést á síðasta ári eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hún var 43 ára gömul. 

Sigurvegarinn hlýtur eina og hálfa milljón

Einn þátttakandi, framleiðandi eða leikstjóri, í Sprettfisk-stuttmyndakeppninni hlýtur verðlaunin í minningu um áframhaldandi framlag Evu Maríu til næstu bylgju kvikmyndagerðarmanna á Íslandi. Er þetta gert í samstarfi við fjölskyldu hennar. Vinningshafinn hlýtur eina og hálfa milljón íslenskra króna til að þróa og vinna að næsta verkefni sínu.

Kvikmyndaframleiðandinn Riva Marker, samstarfskona Evu Maríu til margra ára, fer fyrir dómnefndinni sem mun sjá um að velja sigurvegarann.

Sprettfisk-keppnin er einn af hornsteinum Stockfish og varpar ljósi á upprennandi íslenskt kvikmyndagerðarfólk. 20 stuttmyndir urðu fyrir valinu og verða sýndar á hátíðinni í ár. Stuttmyndirnar skiptast upp í fjóra flokka: besta leikna myndin, besta heimildarmyndin, besta tónlistarmyndbandið og besta tilraunamyndin.

Markmið Stockfish er að þjóna samfélaginu ásamt því að efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi. Stockfish er lyftistöng fyrir kvikmyndaiðnaðinn bæði erlendis og innanlands. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup