Var Guðni að skjóta á ríkisútvarpið?

Forsetinn á verðlaunahátíðinni í gær.
Forsetinn á verðlaunahátíðinni í gær. Ljósmynd/Íslensku tónlistarverðlaunin

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti stutt ávarp áður en hann afhenti verðlaunagrip á hátíð tónlistarverðlaunanna í Hörpu í gærkvöldi.

Gripinn afhenti hann Kára Egilssyni, sem útnefndur var bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi.

Orð forsetans hafa vakið athygli og þykja jafnvel fela í sér gagnrýni á ríkisútvarpið og Heru Björk söngkonu, fyrir fyrirhugaða þátttöku sína í söngvakeppninni Eurovision þar sem fulltrúi Ísraels mun einnig stíga á svið.

„Tók af allan vafa“

Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir velkist ekki í vafa um boðskap Guðna.

„Ræða forseta Íslands á Íslensku tónlistarverðlaununum var allrar athygli verð og tók af allan vafa um hvort þátttaka í Eurovision er viðeigandi að þessu sinni,“ skrifar hún á Facebook.

Guðni steig á svið í gærkvöldi og sagði eftirfarandi:

„Það var einu sinni, á einhverjum svona listviðburði, að ég missti það nánast út úr mér, að það væri nú eiginlega þannig með list að hún væri nú bara afþreying, svona fyrst og fremst.

Og ég meinti þetta bara í einlægni, en þetta fór öfugt í suma. En ég meinti ekki illt. Og auðvitað er það svo, að það getur hæglega gerst að tónlist, og hvers kyns afþreying, renni saman við eða fari inn á hið pólitíska svið.“

Horfði aftur til september 1958

Hann hélt áfram og hóf litla sagnfræðilega upprifjun:

„Komið þið með mér, til 1. september 1958. Bresk herskip ösluðu inn í íslenska landhelgi. Fyrsta þorskastríðið var hafið. Degi síðar, samkvæmt dagskrá ríkisútvarpsins, átti að flytja að kvöldi Drottningaróð, Homage to the Queen, eftir Bretann Malcolm Arnold. Nei, ekki aldeilis, eftir þessa innrás,“ sagði Guðni.

„Það var slegið af. Og í staðinn, Hetjusinfónía Beethovens.

Nú, kannski væri hægt að finna dæmi nær okkur í tíma, um það hvernig tónlist og pólitík blandast saman, en þetta væri þá ekki staðurinn eða stundin til þess. Kannski gef ég mér tíma einhvern tíma seinna í það.“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Ljósmynd/Saga Sig

Stjórnin „rassskellt duglega“

Steinunn Ólína er ein þeirra sem túlka orð forsetans sem gagnrýni á þátttöku Íslands í Eurovision.

„Hvernig fólk hagar sér á stríðstímum skiptir nefnilega máli. Ætlum við að láta eins og ekkert sé eða í ljósi aðstæðna standa með bræðrum okkar og systrum sem fallin eru eða þjást,“ skrifar hún.

Hún segir ræðuna hafa „rassskellt duglega“ stjórn ríkismiðilsins og yfirmann stofnunarinnar, „og alla þá sem álíta það viðurkvæmilegt að vera í grínbandalagi við þjóðir sem skipulega útrýma nágrannaþjóð sinni“.

Hún nefnir að höfundur framlags Íslands hafi reyndar „afsalað öllum tengslum við lagið og ætlar ekki að fylgja laginu til keppni“.

„Til fyrirmyndar og sýnir að hún lætur hvorki persónulegan metnað né ábyrgðarleysi stjórna för. Hún vill geta horft í spegilinn sátt. Bravó fyrir því! Ég hef held ég aldrei heyrt Guðna tala af jafn miklum þunga og í þessari ræðu og mér þótti vænt um að heyra hann tjá sig á þennan hátt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson