Heita 100.000 krónum til þess sem flettir ofan af huldumanninum Blanksy

Hver er þessi Blanksy sem allir eru að tala um?
Hver er þessi Blanksy sem allir eru að tala um? Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir

Áhrifavaldarnir Eggert Unnar og Natan Berg hafa heitið því að gefa þeim sem flettir ofan af huldumanninum Blanksy 100.000 krónur. Hinn lambhúshettuklæddu Blanksy hefur hrellt áhrifavalda á Tiktok og Instagram síðustu daga og hefur hver þeirra á fætur öðrum birt myndbönd sem sýna spellvirki listamannsins.

Gummi Kíró, Natan Berg, Hjálmar Örn Jóhannsson og Eggert Unnar eru á meðal þeirra sem hafa lent í Blanksy, sem spreyjar óræðar tölur á borð við 68% og 12,4% á eigur áhrifavaldanna.

@eggertunnar Okay here we go 100k ekkert catch, bara segja mer hver er a bakvið þetta 💵💵 #blanksy ♬ original sound - EggertUnnar
@ogvnathen

100.000kr fyrir hann sem segir mér hver þessi Blanksy er😤😤 lmk⬇️

♬ original sound - Natan Berg

Gummi kíró setti þetta myndband á TikTok: 

@gummikiro

Ef einhver veit hver Blanksy er eða hvað 68% þýðir má endilega láta mig vita 😡

♬ original sound - Gummi Kíró

Blanksy virðist einnig hafa krotað yfir auglýsingar á skiltum víðs vegar um höfuðborgina. Þannig hefur verið krotað yfir auglýsingaskilti frá Pizzunni, Bestu deildinni og fleirum.

Til stendur að svipta hulunni af Blanksy, sem er þjóðþekktur einstaklingur, í kvöld en ÖBÍ réttindasamtök standa á bakvið þennan gjörning. Tilgangurinn er að vekja athygli á kjörum fatlaðs fólks á Íslandi.

Til útskýringar má benda á að þessi 68% sem Blanksy vísar gjarnan til snúa að því að 68% öryrkja geta ekki mætt óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar samkvæmt rannsókn vörðu. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en hjá fólki á vinnumarkaði.

12,4% sem Blanksy vísar svo til snúa að kröfu ÖBÍ réttindasamtaka um 12,4% hækkun lífeyris við gerð síðustu fjárlaga. Sú hækkun fékkst ekki heldur var lífeyrir hækkaður um innan við helming þess, sem dugði ekki einu sinni til að halda í við verðbólgu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur vanrækt vin og verður nú að finna þér tíma til þess að bæta úr og sinna honum. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur vanrækt vin og verður nú að finna þér tíma til þess að bæta úr og sinna honum. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant