Skaðabætur vegna salernisskorts

Þjóðverji sem var í spreng í tvær klukkustundir í yfirfullri lest þar sem ekkert salerni var að finna, hlaut andvirði rúmlega 25 þúsund króna í skaðabætur fyrir það sem dómstóll segir hafa verið kvalafullar þjáningar hans, að því er segir í frétt Reuters.

Dómstóll í Frankfurt fyrirskipaði fyrirtækinu Þýskum lestum að greiða manninum, sem staulaðist um hraðlestina, datt um fólk sem sat á göngunum, þar sem hann leitaði árangurslaust að salerni sem var í lagi. Öll salerni í lestinni, sem var á leið frá Frankfurt til Dresden, voru lokuð þar sem ekki var rennandi vatn í þeim. Aðeins eitt salerni var í lagi en farþegum var ekki leyft að nota það. Þó fékk einn farþegi, sem var lykilvitni í málinu, að nota salernið eftir að hafa nauðað í farmiðasölumanni.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths